Í dag hækkaði seðlabankinn stýrivexti sína þvert á spár flestrar greiningaaðila og fyrri yfirlýsingar.
Fasteignamarkaðurinn hefur hækkað rúmlega 21% síðustu 12 mánuði en um 1% síðustu 3 mánuði og því margt sem bendir til þess að þessi mikli hækkunnartaktur sem hefur verið á markaðnum undanfarið sé lokið í bili.
Um 26% minni sala er þar sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra en hafa hugfast að 2021 var met ár í sölu fasteigna á Íslandi
Í september var um 32% íbúða sem seldust yfir auglýstu verði en í apríl rúmlega 63%
Slíkar hækkanir gera það að verkum er að afborganir af lánum verður meira íþyngjandi fyrir flesta þá sem hafa óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og margir sem færa sig yfir í verðtryggð lán sem hreinlega eykur skuldsetningu
Páll Pálsson