Hvernig eign er undirbúin, standsett og stíleseruð fyrir sölu getur verið munurinn á hversu gott verð þú færð fyrir eignina þína og hversu hratt hún selst. Seljendur eru að undirbúa eignina fyrir í raun annan en sjálfan sig og mikilvægt að gera eignina aðlaðandi fyrir hugsanlega kaupendur
Hér eru nokkur ráð um hvernig Pálsson mælir með að eignin verði undirbúin og stíleseruð fyrir sölu
1. Þrífa, Þrífa & Þrífa. Jólahreingerning sinnum tveir. Áður en eign er stíleseruð er mikilvægt að þrífa vandlega og það er aldrei hægt að þrífa of vel. Þetta mun hjálpa til við að gera eignina aðlaðandi.
2. Sjáðu til þess að öll rýmin eru opin og björt. Fjárfestu í að góðri lýsingu
3. Létta á eigninni. Mikið dót, stórar bókahillur eiga til með að minnka rýmin
4. Endurraða húsgögnum á þann hátt að eignin myndi gott flæði, þægilegt að ganga um eignina og hafa gott aðgengi að gluggum.
5. Hugsaðu útí liti. Notaðu hlutlausa liti fyrir veggi og húsgögn til að höfða til breiðari hóps hugsanlegra kaupenda.
6. Bættu við skreytingum og fylgihlutum eins og mottum, púðum og listaverkum til að skapa notalegt og gott andrúmsloft.
Markmið stíleseringar að gera eignina eins aðlaðandi og mögulegt er fyrir væntanlega kaupendur. Með því að fylgja þessum ráðum geturðu hjálpað til við að hámarka líkurnar á árangursríkri sölu.