Á árinu 2023 hafa selst um 9734 eignir í fjölbýli og sérbýli en um er að ræða tölur á öllu landinu og frá 1.janúar til 1.desember. Búst má við að heildar fjöldi eigna sem seljast á árinu verða á bilinu 10.500 – 11.000 kaupsamningar sem er minnsta sala frá árinu 2014 en þá seldust 9411 eignir.
Til samanburðar seldust um 12.500 á árinu 2022 en árið 2021 var met ár og þá seldust um 16.500 eignir. Að meðaltali seldust um 885 eignir á mánuði en 1039 eignir árið 2022 sem gerir um 15% minni sölu á milli ára.