Nýlega opnaði vefurinn húsnæði.is þar sem markmiðið er að almenningur og fræðimenn geti nýtt síðuna sem fyrsta skref í gagnaöflun varðandi helstu atriði er viðkoma húsnæðismál.
Umsjónarmaður er Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Már hefur rannsakað húsnæðismál í langan tíma, var helsti hugmyndasmiður varðandi notkun séreignasparnaðar til niðurgreiðslu lána og fyrstu fasteignar, og hefur í árabil kennt kosti og galla mismunandi húsnæðislánaforma.
www.husnaedi.is