Sörlaskjól 64, 107 Reykjavík (Vesturbær) 95.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herbergi
115 m2
95.900.000
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingaár 1949
  • Brunabótamat 51.900.000
  • Fasteignamat 91.450.000
Opið hús: 21. janúar 2026 kl. 12:15 til 12:45.

Opið hús: Sörlaskjól 64, 107 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 21. janúar 2026 milli kl. 12:15 og kl. 12:45.

Palsson Fasteignasala kynnir:

Afar falleg og björt 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi með bílskúr sem breytt hefur verið í fallega stúdíóíbúð. Eignin er á eftirsóttum stað í Vesturbæ Reykjavíkur með sérlega fallegu sjávarútsýni úr stofu ásamt útsýni úr eldhúsi yfir Esjuna.

** 2 svefnherbergi
** Bílskúr hefur verið breytt í stúdíóíbúð
** Glæsilegt útsýni
** Frábær staðsetning


Nánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða [email protected]
Páll Pálsson Lgf. í síma nr775-4000 eða [email protected]

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Birt stærð skv. HMS er 115,3m2, þar af bílskúr 32m2.

Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi, 2 svefnherbergi og bílskúr sem búið er að breyta í stúdíóíbúð.

Nánari lýsing: 
Stigapallur er með fatahengi. Teppi á gólfi.
Hol tengir saman öll rými íbúðar. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og björt með góðum gluggum. Magnað útsýni út á haf, Bessastaði, Reykjanesið og Keili. Útgengt út á suðvestur svalir. Parket á gólfi.
Eldhús hefur verið endurnýjað með hvítri innréttingu, bakaraofni, helluborði.  Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara. Glæsilegt útsýni út á Esjuna úr eldhúsinu. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með góðri hvítri innréttingu, upphengdu klósetti, baðkari og handklæðaofni ásamt vatnsheldri klæðningu. Flot á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskáp og útbúið hefur verið lítið fataherbergi. Fallegt sjávarútsýni. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II er mjög rúmgott með góðu skápaplássi. Parket á gólfi.
Bílskúr/stúdíóíbúð 32m2 var uppgerður sem stúdíóíbúð árið 2019. Björt og góð stúdíóíbúð með 4 stórum gluggum sem snúa út í garð. Opið alrými með eldhúsi, stofurými og svefnaðstöðu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtu með sturtugleri, upphengdu klósetti, handklæðaofn ásamt baðinnréttingu með skápum, vask og spegli með innfelldri lýsingu. 
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús.

Innra skipulagi hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum. 

Sörlaskjól 64, íbúð merkt 0201, er sérlega falleg og vel skipulögð útsýnisíbúð á vinsælum stað við sjávarsíðuna í Vesturbæ Reykjavíkur. Stutt er í skóla á öllum stigum, þjónustu og verslun ásamt fallegum göngu- og hjólaleiðum.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3,800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

SENDA FYRIRSPURN

Skilaboð hafa verið send.

SENDA Á VIN

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.