Gulaþing 42, 203 Kópavogur 116.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herbergi
174 m2
116.800.000
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingaár 2008
  • Brunabótamat 87.900.000
  • Fasteignamat 104.300.000

Palsson Fasteignasala kynnir:

Mjög rúmgóð og falleg íbúð í vinsælu og eftirsóttu hverfi í Kópavogi. Samkvæmt HMS er eignin 174,1 fm sem skiptist í íbúð 138,9 fm og bílskúr 35,2 fm.

-Stór Bílskúr & Geymsla
-Útsýni fyrir Elliðavatn
-Rúmgóður pallur sem snýr í suðurátt
-Sérinngangur


Íbúðin er öll mjög rúmgóð með stórum rýmum. Tvö svefnherbergi, parketlögð í herbergjum og stofu.
Flísalögð í anddyri, votrýmum og eldhúsi.
Snjóbræðsla í stétt.

Eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar veita:
Páll Pálsson Lgf. í síma nr775-4000 / [email protected]
Ævar Jóhanns Lgf. s: 861-8827 / [email protected]

Lýsing á eign:
Eignin skiptist: í forstofu, stofu, tvö stór svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, geymslu og bílskúr.

Forstofa er flísalögð með góðum fataskáp. 
Stofan og eldhúsið mynda saman stórt og mikið alrými sem ber hæglega borðstofu, betri stofu og sjónvarpsaðstöðu.
Eldhúsið er með feikna skápapláss, ofn í vinnuhæð, span helluborð og útgengt á svalir með mikilfengnu útsýni yfir Elliðavatn og mikla víðáttu.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð. Úr öðru herberginu er gengið út á stóran og sólríkan timburpall í suður. 
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Mjög rúmgott, útbúið walk-in sturtu,  hornbaðkari, handklæðaofni, upphengdu salerni og vaskinnréttingu með góðu skúffuplássi.
Þvottahús er innan íbúðar með góðu geymsluplássi.
Bílskúr er snyrtilegur 35,2 fm með sjálfvirkum opnara.

Rólegt og gott botnlanga hverfi með lítilli umferð og stórbrotinni náttúru innan seilingar.

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send.

Bóka skoðun

Skilaboð hafa verið send.

SENDA FYRIRSPURN

Skilaboð hafa verið send.

SENDA Á VIN

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.